top of page

HVER ERUM VIÐ

Hagbók ehf. hefur frá árinu 2003 veitt fyrirtækjum og einstaklingum þjónustu á sviði rekstrar og bókhalds.

Hjá Hagbók starfa sérfræðingar með áralanga reynslu af rekstri og bókhaldi fyrirtækja.

Guðmundur Búason hefur lokið námi í rekstar- og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Guðmundur starfaði í áratugi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, Kaupfélagi Vestmannaeyja og Kaupfélagi Árnesinga sem verslunarstjóri, fjármálastjóri, aðstoðarkaupfélagsstjóri og kaupfélagsstjóri. Auk þess hefur hann setið í fjölmörgum stjórnum og komið að rekstri annarra fyrirtækja.

Arnar Guðmundsson er viðskiptafræðingur, Cand. Oecon, frá Háskóla Íslands. Arnar hefur í yfir tvo áratugi starfað sem fjármálastjóri  og ráðgjafi auk stjórnarstarfa. Félög sem hann hefur unnið fyrir eru m.a. Ó.Johnson & Kaaber, Lyf & heilsa, Milestone, MP banki, Frostfiskur, Prentsmiðjan Oddi og Kassagerð Reykjavíkur.

Telma Ósk Arnarsdóttir er viðskiptafræðingur, BS, frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað samhliða námi hjá Hagbók í yfir 10 ár, auk þess að vinna við þjónustustörf.

Anton Ingi Arnarsson er nemi á þriðja ári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað samhliða námi hjá Hagbók auk þess að vinna hjá Íslandsbanka.

Um okkur: About
bottom of page